Fame
​Útskýring á verkefninu
Fame var einstaklingverkefni þar sem nemendurnir fengu mikið val um hvað þá langaði að gera. Verkefni var allt um frægð þar sem við fengum möguleika á að gera tímarit, æviágrip, rökfærslu, skoða andstæður, aðlögun, viðtal, upplýsandi texta og fleira. Að lokum kynntum við verkefnið fyrir framan allan bekkinn. Við gátum notað hvaða síðu sem var til að gera verkefnið okkar. Verkefnið átti að vera um það bil 2-4 blaðsíður með heimildaskrá.
Hvernig gekk
Verkefnið Fame var fyrir okkur nemendurna til að nota ímyndunaraflið. Við fengum frelsið til að gera hvað sem er. Ég gerði tímarit um frægan fótboltamann og var mjög sátt með lokaútkomuna. Þegar kom að kynninguni var ég ekki mikið stressuð þar sem ég hef nú kynnt oft áður. Ég æfði mig mikið heima og það hjálpaði mér að vera tilbúin.
Afhverju valdi ég verkefnið fame?
Mér fannst Fame mjög skemmtilegt verkeni og nýtt. Ég hef aldrei gert verkefni líkt þessu. Það sem það voru mjög fáar reglur. Hafa eitt þema og leyfa svo okkur að ráða, gefa okkur tækifæri til að gera það sem okkur langaði að gera. Mér fannst ég vinna vel og nýta tímann vel. Mér finnst það að hafa kynningar í lok alltaf betra þar sem ég get útskýrt verkefnið betur sem gefur mér betri séns að útskýra verkefnið fyrir öllum.