top of page

Lestur er bestur

​Útskýring á verkefninu

Lestur er bestur var þriðja verkefnið sem við gerðum og var fyrir áramót. Okkar var skipt í 2-3 manna hópa. Hver hópur átti að velja saman eina bók sem hafði lágmark 200 bls. Bókin þurfti að flokkast undir að vera ævisaga, ástar- eða glæpasaga og það mátti ekki hafa verið gerð bíómynd af bókinni. Þegar hópurinn var búin að velja bók og hver og ein hafði eintak af bókinni, áttum við að lesa hana og gera lestrardagbók úr henni. Þar átti að koma fram lítill útdráttur úr hverjum kafla, upplýsingar um sögupersónurnar og mikilvægi lesturs. Með því áttum við að gera tímalínu eða hugarkort og teiknimyndasögu í lokin. Í teiknimyndasögunni þurftum við að teikna helstu atburðarás og túlka efni bókarinnar í tólf römmum.
Screenshot 2023-05-21 at 19.19.48.png
Screenshot 2023-05-21 at 19.20.07.png
Screenshot 2023-05-21 at 19.20.24.png

Hverning gekk hjá okkur

Við sem hópur völdum glæpasögu Arnalds Indriðasonar, Myrká. Þessi bók get ég sagt er ein af uppáhalds bókunum sem ég hef lesið. En skemmtilegra er að fá að lesa hana með vinkonum mínum þar sem ég get sagt skoðun mína og mitt álit á bókinni. Við stelpurnar unnum vel saman, vorum skipulagðar, höfðum gaman en lærðum samt og kláruðum verkefnið saman sem hópur. Þó að tvær af okkur hafi farið til útlanda út af skólaverkefni (Erasmus +) þá náðum við að klára þetta verkefni og ég myndi segja að við gerðum það stórkostlega, rosa stolt af hvernig allt kom saman sem eitt verkefni.

Af hverju valdi ég þetta verkefni og af hverju er ég stolt af því?

Ótrúlegt en satt en lestur er bestur er uppáhaldsverkefnið mitt í uglu. Af hverju er það ótrúlegt? Vegna þess að ég les ekki mikið af bókum og hef ekki áhuga á því. Foreldrarnir mínir eru alltaf að segja mér að fara lesa bók, aðallega pabbi. Oftast fæ ég bók á jólunum, les svona 20 blaðsíður og er þá búin. En þá kom verkefnið lestur er bestur þar sem ég þurfti að klára bók. Ég get nú sagt að þessi bók var geggjuð. Ég hafði gaman að lesa hana og var spennt að fara lesa bókina. Þar sem við máttum velja bók þá vakti þetta verkefni áhuga minn og það sem bætti þetta verkefni var að gera myndasögu, að því að mér finnst rosa gaman að teikna. Ég gat valið að fara í símann en í staðinn valdi ég að lesa bók, var nú smá að læra. 
Screenshot 2023-05-21 at 19.20.59.png
Screenshot 2023-05-21 at 19.22.04.png
bottom of page