​The Full Story
Born a crime
​Útskýring á verkefninu
Born a crime var fjórða verkefni sem við gerðum í Uglu og var fyrir áramót. Það var enskt verkefni. Born a crime var einstaklingsverkefni þar sem við lásum ensku bókina Born a crime, sögu Trevor Noah. Í hverjum tíma lásum við einn kafla, skrifuðum skoðanir okkar um kaflann og svöruðum einni spurning. Við gerðum það í vinnubók sem gat verið á tölvunni eða á blaði. Ef við höfðum tíma áttum við að útskýra 18 hugtök sem við settum á glæru. Þegar við kláruðum fyrri hluta af bókinni fórum við í munnlegt próf þar sem við drógum eina spurningu af átta og tölum um hana við kennarann. Munnlega prófið tók um það bil 2 mínútur fyrir hvern einstakling. Á lokum horfðum við á bíómyndina "Straight Outta Compton". Við svöruðum spurningum í hópum og ræddum saman um myndina.
Hverning gekk
Það hjálpaði mikið að það var lesið upp hátt fyrir okkur, þá varð ég ekki þreytt á að lesa heldur gat hlegið með og ekki stressað mig mikið á því að klára kaflann. Þegar það fór að líða að munnlegaprófinu var ég svolítið stressuð en þegar ég byrjaði fór allt í burtu og þetta var eins og venjulegt samtal á milli nemanda og kennara. Bíómyndin "Straight outta Compton" gæti verið ein af uppáhalds bíómyndunum sem ég hef séð. Ég sjálf horfi ekki mikið á bíómyndir en það var gaman að horfa á bíómynd og slaka smá á.
Af hverju valdi ég þetta verkefni og af hverju er ég stolt af því
Born a crime var verkefni sem tengdist bók líka, ótrúlegt aftur. Þá fattaði ég að mér finnst gaman þegar ég les bækur en nenni því bara ekkert mikið. "Born a crime" var bók sem var um alvarlegt efni en Trevor Noah er sjálfur grínisti. Hann gerði þessa bók fyndna og skemmtilega þó að þessi bók væri um alvarlegt mál. Mér fannst mig vera mjög vinnusöm, vandaði mig vel, leiddist aldrei og lærði mikið frá þessari Uglu. Að taka munnlegt próf tekur mig svolítið út úr þægindarammanum mínum en það gekk vel í endanum og ég labbaði út með bros á vör.