top of page

Framtíðin

​Útskýring á verkefninu

Framtíðin var næstsíðasta verkefnið sem við gerðum í Uglu og var einstaklingsverkefni. Við áttum að taka áhugakönnun sem hét Stefnan sett um náms- og starfsval. Eftir það kynntum við okkur starf sem við drógum og áttum að gera veggspjald úr. Veggspjaldið þurfti að innihalda starfsheitið, helstu verkefni, hæfnikröfur og námsleiðir svo í endann lýstum við okkar skoðun á starfinu. Verkefnið var til þess að við gátum kynnt okkur vefsíðuna Næsta skref, þar fengum við flestar upplýsingarnar. 

naesta-skref-heimasida.jpg
Screenshot 2023-05-21 at 22.50_edited.jpg

Gekk hjá mér

Framtíðin var verkefni sem var mjög rólegt, létt og skemmtilegt. Það var ekkert stress að klára verkefnið þar sem það var vel skipulagt og við fengum 3 tíma, sem var alveg nóg. Verkefni þurfti ekki að gera utan skóla þar sem ég vann vel í tímum. Áhugakönnunin var áhugaverð þar sem ég fékk útkomu sem ég vissi ekki að ég hafði áhuga á, en það sýndi mér fleiri valmöguleika fyrir mig.

Screenshot 2023-05-21 at 23.09.08.png
Unknown.png
Screenshot 2023-05-21 at 22.55_edited.jpg

Af hverju valdi ég þetta verkefni og af hverju er ég stolt af því

Ég fékk starfið flugumferðarstjóri. Þegar ég dró flugumferðarstjóri þá var ég ekkert spennt að gera veggspjald um starfið. Þar sem ég vissi ekki hvað flugumferðarstjóri var. Það varð samt mjög gaman og athyglistvert. Mér fannst að ég fengi soldið að hugsa um mig sjálfa og mína framtíð. Framtíðin er verkefni sem ég er stolt af vegna þess að ég vann mikla vinnu á litlum tíma, sem var rosa þægilegt þar sem við höfum svo mikið að gera. Að læra um eitthvað nýtt er ástæðan fyrir skóla og mér fannst þetta verkefni gefast vel, létt og fljótt. 

bottom of page